Kolaportið
IS | EN

Það er ekkert mál að panta bás í Kolaportinu


1) Þú pantar bás með því að smella á „Básapantanir“ hér til vinstri.

 

 

 

2) Þú velur svo dagsetningu á dagatalinu.

 

 

 

3) Ef dagsetningin er ekki laus getur þú skráð netfangið þitt á biðlista og smellir svo á textann í rauða rammanum.

 

 

 

 

4) Ef dagsetningin er laus þá velur þú stakan dag eða báða dagana og smellir "áfram".

 


 

 

5) Þú skráir svo inn upplýsingar um þig.

 

 

 

6) Síðan velur þú staðsetningu með því að smella á "velja bás(a)".

 

 

 

7) Þá birtist teikning af básaskipulaginu og þú velur bás með því að smella á hann (Ljósari litur þýðir laus bás).

 

 

 

 

8) Þú velur þann/þá bása sem þú vilt og smelli á "áfram"

 

 


 

9) Þá velur þú hve mörg borð og/eða fataslár þú vilt. Þá þarftu að haka við að þú samþykkir skilmála Kolaportsins sem má skoða með því að smella á viðeigandi hlekk.

 

 

 

10) Að lokum smellir þú á „greiða“.

 

 

 

 

11) Nú sérðu hvernig pöntun þín lítur út og þá smellir þú á "greiða pöntun" og færist á yfir á örugga greiðslusíðu Valitors.

 

 


 

12) Þú mætir í vörumóttöku okkar þann morgun sem þú átt pantað milli kl. 9 og 10. Athugaðu að Kolaportið áskilur sér rétt til að fella niður pöntun þína ef þú ert ekki komin kl. 10. Vörumóttakan okkar er í vesturenda hússins (milli Listasafnsins og Kolaportsins).

 

  

 

 

13) Þú raðar vörunni þinni á vörubretti hjá okkur og við sjáum um að keyra brettið á þann bás sem þú valdir.

Kolaportið | Tryggvagötu 19 | 101 Reykjavík | Sími 562 5030 | kolaportid@kolaportid.is