Einfaldar reglur og ábendingar til söluaðila;

1. Öll sala skal fara fram í leigðum sölubás. Ábending: Borð og slár er hægt að leigja hjá Kolaportinu, það er hægt að koma sjálfur með hillur eða stendur svo lengi sem slíkt fellur innan básamarka. Stóla er líka gott að koma með til að hvíla sig á.

2. Öll sala, framleiðsla og dreifing á matvælum er bönnuð nema með skriflegu leyfi frá heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Matur er einungis seldur í sérstökum matvæla markaði innan Kolaportsins. Athugaðu að leyfi er staðbundin. Þótt seljandi hefur framleiðslu, dreifingar og / eða sölu leyfi þá mun hann þurfa að sækja um sérstakt leyfi hjá heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

3. Götur Kolaportsins (gangarnir) eru til að auðvelda aðgengi að sölu básum og það er mikilvægt að taka tillit til gesta og öðrum söluaðilum með því að stöðva ekki umferð fyrir þá. Ábending: Eldvarnareftirlitið gerir það að skildu að þessi regla sé virt vegna öryggis.

4. Öll notkun elds er stranglega bönnuð. Það er bannað að kveikja á kerti og öllu öðru sem gæti hugsanlega kveikt eld. Bann við reykingum er í Kolaportinu eins og í öðrum opinberum stofnunum. Ábending: Gætið að öryggi náungans!

5. Seljendur skulu leitast við að valda hvorki gestum eða öðrum söluaðilum óþarfa ónæði eða truflun. Ábending: Gott skap og bros gerir lífið dýrmætt, þetta gæti einnig aukið sölu mikið!

6. Allar vörur sem gefa frá sér hljóð, lykt eða þurfa sérstaka meðferð skal vera þannig búið að svo þær valdi öðrum seljendum ekki truflun. Ábending: Það er sérstakt sölusvæði fyrir mat. Ef þú ert óviss um þetta mál spurðu þá starfsmenn Kolaportsins sem geta leiðbeint í slíkum aðstæðum.

7. Rekstraraðilar Kolaportsins áskilja sér rétt til að stöðva sölu á hlutum sem ekki fylgja reglunum. Spurðu starfsfólk ef þú ert í vafa um þessar reglur. Innan Kolaportsins gilda almennar reglur um velsæmi og hegðun. Ábending: Notkun áfengis er bönnuð sem og reykingar. Fylgdu athugasemdum og fyrirmælum starfsfólks.

8. Það er aðeins leyfilegt að borða mat í Kaffi Port sem keyptur er þar.
Ábending: Í Kaffi Port er gott úrval af veitingum - Gríptu tækifærið og nýttu þér þjónustuna.

9. Seljandi er ábyrgur fyrir vörum sínum og ber kostnað af tryggingum, flutningi til og frá sölustað og öllum öðrum kostnaði seljanda stofnar til. Ef seljendur skilja vörur eftir milli daga er ábyrgðin alfarið á seljanda sjálfum. Ábending: Loka skal sölu svæði af með td. teppi. Taktu verðmætari hluti með þér þegar þú ferð.

10. Vörumóttaka er vestanmegin í húsinu og er opin frá kl 9.00 til 10:30 laugardaga og sunnudaga. Seljendur skulu vera farnir úr húsinu fyrir kl.18.00. Ábending: Bretti og viðeigandi flutningstæki eru til staðar fyrir flutninga innanhúss. Gangar skulu auðir við opnun kl.11.00

Einkunnarorð okkar eru: þjónusta – lipurð – kurteisi.