Ég er að reyna að panta ákveðna dagsetningu en ekkert virkar?
Ef dagsetningin er lituð grá eða ólituð, þá er annað hvort ekki búið að opna fyrir þá dagsetningu eða hún ekki í boði (t.d. virkir dagar). Ef dagsetningin er lituð rauð þá eru allir básar pantaðir þann daginn.

Hvenær opnið þið fyrir pantanir fram í tímann?
Hið almenna er að við tökum pantanir allt að tvo mánuði fram í tímann.

Það eru allir básar pantaðir þann dag sem ég vil vera. Er einhver möguleiki á að bás losni þann dag?
Það geta alltaf komið fyrir forföll og einnig getur skipulag sölubása breyst hjá okkur. Það er því alltaf möguleiki. Ef þú vilt komast á biðlista þá getur þú smellt á viðkomandi dagsetningu í básapöntunarferlinu og þá getur þú skráð netfang þitt á biðlista. Sumir lenda í því að póstur frá okkur lendi í ruslpóst síu. Það er einnig hægt að fylgjast með okkur á Facebook:

Facebook síða Kolaportsins

Hvað eru básarnir stórir?
Básarnir eru 2,45m x 2,45m = 6 fermetrar. Borðin eru 2.20m x 80cm. Algeng stærð á fataslá er 1,4m á hæð og 1,5m á lengd.

Hvað kem ég mörgum fataslám og eða borðum í básinn?
Að okkar mati komast mest 3 aukahlutir (borð/slár) í hvern bás.

Get ég breytt um dagsetningu eða hætt við?
Það er hægt að breyta um dagsetningu og það kostar ekkert. Til að breyta um dag er best að senda okkur tölvupóst á kolaportid@kolaportid.is. Það er líka hægt að fella niður pöntun og endurgreiða. Niðurfelling á pöntun kostar 1.000. krónur. Niðurfelling á pöntunum er háð samþykki Kolaportsins hverju sinni og áskilur Kolaportið sér rétt til að synja beiðnum um endugreiðslur. Athugið að Kolaportið endurgreiðir einungis inn á kreditkort viðkomandi enda er söluaðilum óheimilt að endugreiða í reiðufé hafi korthafi greitt með kreditkorti.

Hvar á ég að leggja bílnum?
Lang ódýrast er að leggja bílnum í bílahúsinu þar sem Kolaportið var í gamla daga. Það kostar bara 150 kr fyrsti klukkutíminn og svo 100 kr. hver klukkutími eftir það. Sjá hér Til samanburðar kostar 230 kr. hver klukkutími á bílastæðinu austan við Kolaportið